Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   þri 09. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Semenyo gerir fimm ára samning
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn flinki Antoine Semenyo er búinn að gera nýjan fimm ára samning við Bournemouth eftir að hafa átt gott tímabil á síðustu leiktíð.

Semenyo, sem er 24 ára gamall, skoraði 8 mörk og gaf 2 stoðsendingar í 33 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Hann vann sér inn byrjunarliðssæti úti á kantinum hjá Bournemouth og eru stjórnendur og þjálfarar félagsins gríðarlega sáttir með að leikmaðurinn hafi samþykkt að skrifa undir samning.

Semenyo er í lykilhlutverki undir stjórn Andoni Iraola og taldi hann það vera forgangsmál að semja við leikmanninn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner