Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
banner
   þri 09. ágúst 2022 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Engin ástæða fyrir Liverpool að panikka
Thiago og Fabinho áttu ekki góðan leik gegn Fulham. Thiago meiddist í leiknum.
Thiago og Fabinho áttu ekki góðan leik gegn Fulham. Thiago meiddist í leiknum.
Mynd: EPA
Curtis Jones og Harvey Elliott eru öflugir leikmenn sem gætu komið inn á miðsvæðið hjá Liverpool
Curtis Jones og Harvey Elliott eru öflugir leikmenn sem gætu komið inn á miðsvæðið hjá Liverpool
Mynd: EPA
Jamie Carragher er fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur á Sky Sports. Hann var, eftir 2-2 jafntefli Liverpool gegn Fulham á laugardag, spurður hvort Liverpool þyrfti að styrkja miðsvæðið.

„Það er hægt að segja að hægt sé að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool, ekki endilega með því að fjölga leikmönnum heldur með auknum gæðum og með því að bjóða upp á eitthvað annað en það liðið getur boðið upp á núna. Þá er ekki verið að skjóta á þá miðjumenn sem liðið er með, það er líka verið að horfa í aldurinn því menn eru að komast á fertugsaldurinn," sagði Carragher.

Jordan Henderson, Thiago Alcantara og Fabinho voru í byrjunarliðinu gegn Fulham. Henderson er 32 ára gamall, Thiago er 31 árs og Fabinho verður þrítugur á næsta ári. Thiago meiddist gegn Fulham og verður frá í sex vikur.

„Yngri og orkumeiri leikmenn verða að koma inn á einhverjum tímapunkti, þeir leikmenn eru til í hópnum, eru til vara eða meiddir."

„Ég er á því að Jurgen Klopp og Liverpool ættu bara að kaupa leikmann ef það er akkúrat sá leikmaður sem þeir vilja. Velgengni Liverpool á markaðnum má leiða til þess að menn eru ekki að panikka þegar þeir taka inn leikmenn, menn hafa ekki gert það að undanförnu, menn mega ekki gera það núna og ekki heldur í framtíðinni. Ef það er enginn miðjumaður sem þeir vilja þarna úti þá ætti ekki að taka neinn inn."

„En ef það er einhver sem þeir telja að sé með gæðin og er laus þá væri ég að sjálfsögðu til í að fá þann leikmann inn. En ekki panikka,"
sagði Carragher.
Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner