Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool vill fá Gordon - Real og PSG horfa á ungstirni Chelsea
Powerade
Fer Gordon í glugganum?
Fer Gordon í glugganum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zubimendi er sömuleiðis orðaður við Liverpool.
Zubimendi er sömuleiðis orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Felix til Villa?
Felix til Villa?
Mynd: EPA
Carlos orðaður við Fulham.
Carlos orðaður við Fulham.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade. Það er BBC sem tekur saman helsta fótboltaslúðrið.



Liverpool hefur áfram mikinn áhuga á því að fá Anthony Gordon (23) frá Newcastle. Viðræður milli félaganna runnu út í sandinn í júní og er verðmiðinn sennilega hærri í dag. Liverpool reyndi að fá Gordon í skiptum fyrir Joe Gomez og ákveðna upphæð. (Liverpool Echo)

Unai Emery, stjóri Aston Villa, vill fá Joao Felix (24) frá Atletico Madrid. Portúgalinn vill fara frá Atletico. (BirminghamLive)

Real Madrid og PSG skoða bæði Josh Acheampong (18) varnarmann Chelsea. Hann er hægri bakvörð og sjá stórliðin hann í mögulegu hlutverk í vetur. (Independent)

Leicester nálgast samkomulag við Brighton um að fá miðjumanninn Facundo Buonanotte (19) á láni. (Mail)

Real Sociedad reynir að sannfæra Martin Zubimendi (25) um að hafna tilboði Liverpool. Spænski félagið þarf að samþykkja tilboð ef Liverpool býður 51 milljón punda í leikmanninn. (Times)

Liverpool hefur hafnað nokkrum tilboðum í Sepp van den Berg (22). Hollenski varnarmaðurinn er skotmark margra þýskra félaga. (Sky í Þýskalandi)

Brentford hefur náð samkomulagi við Napoli um að fá Svíann Jens Cajuste (24) á láni með kaupskyldu. (Fabrizio Romano)

Yfirmaður íþróttamála hjá Valencia, Miguel Angel Corona, segir að Atletico Madrid hafi reynt að hætta við að fá Conor Gallagher (24) frá Chelsea til að reyna frekar við Javi Guerra (21) hjá Valencia. (Athletic)

Birmingham hefur samþykkt tilboð Rennes í velska miðjumanninn Jordan James (20). (Independent)

Marseille hefur áfram áhuga á því að fá Eddie Nketiah (25) frá Arsenal. (Sky Sports)

Bournemouth er í viðræðum við Barcelona um kaup á mexíkóska varnarmanninum Julian Araujo (22). Hann kostar 10 milljónir evra. (Fabrizio Romano)

Franski varnarmaðurinn Billy Koumetio (21) er nálægt því að fara frá Liverpool til Dundee. (Athletic)

Fulham hefur bætt í áhuga sinn á Diego Carlos (31) varnarmanni Aston Villa. Búist er við því að Brasilíumaðurinn færi sig um set fyrir gluggalok. (Telegraph)

Wilfried Zaha er opinn fyrir endurkomu til Crystal Palace eftir einungis eitt tímabil hjá Galatasaray. (Times)

West Ham er að klára kaup á Jean-Clair Todibo hjá Nice. Flest benti til þess að hann færi til Juventus en hann er nú á leið í læknisskoðun hjá West Ham. (Sky Sports)

Nottingham Forest íhugar að hækka tilboð sitt í Galeno sem er vængmaður Porto. Porto vill fá yfir 30 milljónir punda fyrir Galeno sem er einnig skotmark Juventus. (Sky Sports)

Conor Gallagher mun skrifa undir fimm ára samning hjá Atletico Madrid sem kaupir hann á 36 milljónir punda frá Chelsea. (Sky Sports)

AC Milan er að nálgast samkomulag við Tottenham um kaup á bakverðinum Emerson Royal. Kaupverðið er talið vera 15 milljónir evra og svo bónusgreiðslur í ofanálag. (Sky á Ítalíu)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner