Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Æskuvinirnir spiluðu saman með enska landsliðinu
Mason Mount og Declan Rice eru æskuvinir
Mason Mount og Declan Rice eru æskuvinir
Mynd: Getty Images
Mason Mount, leikmaður Chelsea á Englandi, lék sinn fyrsta landsleik fyrir A-landslið Englands í 4-0 sigrinum á Búlgaríu á dögunum en hann spilaði þar með æskuvini sínum.

Mount er aðeins 20 ára gamall en hefur verið að heilla undir stjórn Frank Lampard hjá Chelsea.

Chelsea er í félagaskiptabanni og gat því félagið loksins nýtt ungu og efnilegu leikmennina í liðinu en Mount hefur sýnt það góð tilþrif að hann var kallaður í enska landsliðið.

Í landsliðinu er Declan Rice, leikmaður West Ham og æskuvinur Mount, en þeir spiluðu saman gegn Búlgaríu.

„Við höfum augljóslega þekkst í mjög, mjög langan tíma og töluðum alltaf um það tækifæri að fá að spila aftur saman. Það gerðist gegn Búlgaríu, þannig ég hljóp til hans og sagði við hann bara - „Vel gert, við erum mættir aftur á völlinn saman", þannig ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni," sagði Mount.


Athugasemdir
banner
banner
banner