Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. september 2020 10:03
Elvar Geir Magnússon
Foden og Greenwood borguðu starfsmanni hótelsins fyrir að lauma stelpunum inn
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enskir fjölmiðlar segja að Mason Greenwood og Phil Foden hafi borgað starfsmanni á Hótel Sögu fyrir að lauma íslensku stelpunum inn á hótelið.

Starfsmaðurinn ku hafa hjálpað þeim að brjóta reglur en leikmennirnir máttu ekki fá gesti á hótelið út af reglum um sóttkví.

Umræddur starfsmaður hótelsins ku hafa fengið væna upphæð fyrir að smygla stelpunum tveimur inn.

Greenwood og Foden var sparkað úr enska landsliðinu eins og frægt er og þá fengu þeir 250 þúsund króna sekt á haus frá íslensku lögreglunni.

Gary Neville ræddi við Jamie Carragher um málið á Sky Sports og telur að leikmennirnir tveir eigi að fá annað tækifæri.

„Eftir sex mánuði munu fáir minnast á þetta og eftir sex ár verða allir búnir að gleyma þessu. Þeir verða enn elskaðir af liðsfélögum sínum. Þetta eru ungir strákar," segir Neville.

Greenwood er leikmaður Manchester United en Phil Foden leikur fyrir Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner