fim 09. september 2021 10:21
Elvar Geir Magnússon
Skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Spáni
Pablo Fornals er í flottum gír.
Pablo Fornals er í flottum gír.
Mynd: EPA
Nýtt tímabil fer vel af stað hjá Pablo Fornals, leikmanni West Ham.

Hann er þegar kominn með tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og í gær skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Spán þegar liðið vann útisigur gegn Kosóvó.

Þetta var fjórði landsleikur þessa 25 ára leikmanns fyrir Spánverja en hans fyrsti byrjunarliðsleikur.

Pablo Fornals var í viðtali við Guardian í vikunni þar sem hann sagðist elska lífið í London og lýsti því yfir hversu vel honum líður í herbúðum West Ham.

Spánn vann 2-0 útisigur í gær en Ferran Torres, leikmaður Manchester City, skoraði annað markið.

Lærisveinar Luis Enrique eru á toppi B-riðils með þrettán stig úr sex leikjum og eru fjórum stigum á undan Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner