Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. nóvember 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd ætlar að kaupa Eriksen í janúar
Powerade
Eriksen vill leita á ný mið.
Eriksen vill leita á ný mið.
Mynd: Getty Images
Torreira er ósáttur með lítinn spiltíma.
Torreira er ósáttur með lítinn spiltíma.
Mynd: Getty Images
Lundstram kominn í samningsviðræður.
Lundstram kominn í samningsviðræður.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er ekki af verri endanum og frábær lestur fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Paul Pogba, James Rodriguez, Quincy Promes og Christian Eriksen eru meðal leikmanna sem koma fyrir í pakkanum í dag.

Real Madrid er reiðubúið til að setja James Rodriguez, 28, inn í skiptidíl fyrir Paul Pogba, 26 ára miðjumann Manchester United. (El Desmarque)

Inter hefur áhuga á Olivier Giroud, 33 ára sóknarmanni Chelsea. Inter vantar sóknarmann eftir meiðsli Alexis Sanchez. (Gazzetta dello Sport)

Quincy Promes, 27 ára framherji Ajax, segist vera opinn fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal og Liverpool hafa áhuga. (Daily Mail)

Gareth Southgate telur að UEFA verði að beita mun harðari refsingum við kynþáttaníði. Hann er ekki sáttur með að Búlgaría hafi sloppið með sekt og einn leik fyrir luktum dyrum fyrir kynþáttaníðið sem viðhafðist gegn Englandi í undankeppni EM. (Express)

Man Utd ætlar að bjóða 42 milljónir punda í Christian Eriksen, 27, í janúar. (El Desmarque)

Ole Gunnar Solskjær vill halda Marcos Rojo, 29, hjá Man Utd út tímabilið þrátt fyrir áhuga frá Everton. (Manchester Evening News)

Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, segir það ekki trufla sig að samningar Cedric Soares, 28, og Pierre-Emile Hojbjerg, 24, séu að renna út. Hann ætlar samt að gefa þeim spiltíma ef honum finnst þeir eiga hann skilið. (Southern Daily Echo)

Ander Herrera, 30 ára miðjumaður PSG, segir að fótbolti hafi ekki alltaf verið í fyrsta sæti í forgangsröðuninni hjá Manchester United þegar hann var hjá félaginu. (Metro)

Mauricio Pochettino vill ekki að Ryan Sessegnon, 19, verði til taks fyrir U21 landslið Englands í landsleikjahlénu. Pochettino vill að vængmaðurinn fái hvíld svo hann nái fullum bata eftir meiðsli. (Daily Mail)

Lucas Torreira, 23 ára miðjumaður Arsenal, mun funda með Unai Emery og ræða um spiltíma sinn. Hann er ósáttur með að fá ekki meiri spiltíma, sérstaklega eftir að Arsenal hafnaði tilboðum frá AC Milan síðasta sumar. (Mirror)

Rodrygo Goes, 18 ára framherji Real Madrid sem skoraði þrennu í vikunni, hafnaði að ganga í raðir Liverpool áður en hann skrifaði undir hjá Real. (ESPN)

Ayoze Perez, 26 ára kantmaður Leicester, segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Valencia í sumar. Brendan Rodgers sannfærði hann um að koma frekar til Leicester. (ABC)

Arsene Wenger segir að Unai Emery hafi tekið rétta ákvörðun með að taka fyrirliðabandið af Granit Xhaka, 27, eftir hegðun hans í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace. (Evening Standard)

Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, segir leikmenn liðsins vera staðráðna í því að bregðast ekki Steve Bruce á leiktíðinni. (Chronicle)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, telur að varnarmaður liðsins Steve Cook, 28, muni spila sinn fyrsta landsleik fyrir England bráðlega. (Bournemouth Echo)

Quique Sanchez Florez, 54, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Watford þrátt fyrir að vera enn í botnbaráttu eftir tvo mánuði í starfi. (Watford Observer)

John Lundstram, 25, hefur verið einn besti leikmaður Sheffield United á tímabilinu og er á leið í samningsviðræður við félagið. (Sheffield Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner