Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 19:32
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þýskaland: Bayern fór illa með Dortmund
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk í 4-0 sigri.
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk í 4-0 sigri.
Mynd: Getty Images
Bayern 4 - 0 Borussia D.
1-0 Robert Lewandowski ('17)
2-0 Serge Gnabry ('47)
3-0 Robert Lewandowski ('76)
4-0 Mats Hummels ('80 , sjálfsmark)

Það fór fram stórleikur í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Bayern Munchen tók á móti Borussia Dortmund.

Það má segja að alla spennu hafi vantað í leikinn þar sem Bayern fór illa með Dortmund.

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu, 1-0 var staðan í hálfleik en í seinni hálfleik færðist meira fjör í leikinn.

Serge Gnabry bætti við öðru markinu þegar seinni hálfleikurinn var tveggja mínútna gamall.

Robert Lewandowski var ekki hættur því hann bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Bayern á 76. mínútu. Það var svo Mats Hummels fyrrum leikmaður Bayern sem skoraði fjórða markið, hann skoraði markið í eigið net og staðan því orðin 4-0 sem reyndust lokatölur í þessum leik.

Bayern Munchen fer í 3. sæti með sigrinum og er nú einu stigi frá toppsætinu. Dortmund er í 5. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner