Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 09. desember 2019 16:12
Elvar Geir Magnússon
Glazer hefur fulla trú á uppbyggingu Solskjær
Solskjær ásamt eigendum félagsins, Joel og Avram Glazer.
Solskjær ásamt eigendum félagsins, Joel og Avram Glazer.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur fullan stuðning frá eigendum félagsins, Glazer fjölskyldunni.

Daily Mail segir að stjórnarformaðurinn Joel Glazer hafi rætt við Solskjær undir fjögur augu og sagt honum að staða hans væri í engri hættu. Eigendur félagsins hefðu trú á áætlunum hans til að byggja liðið upp.

Glazer fjölskyldan er sögð gera sér grein fyrir því að Solskjær þurfi tíma og að lykilmenn eins og Paul Pogba hafi verið fjarverandi.

Stefnan er sett á að styrkja leikmannahópinn. United vill fá Saul Niguez, leikmann Atletico Madrid, og sóknarmanninn unga Erling Braut Håland frá Red Bull Salzburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner