Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 09. desember 2019 09:34
Magnús Már Einarsson
Solskjær og Ferguson fögnuðu með vínglasi
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, heilsaði upp á Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, eftir grannaslaginn gegn Manchester City í fyrradag.

Þeir fögnuðu sterkum 2-1 útisigri með því að fá sér rauðvín saman.

Mike Phelan, aðstoðarstjóri United og fyrrum aðstoðarmaður Solskjær, var einnig á svæðinu eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Síðasta vika var góð hjá Solskjær en United náði að vinna bæði Tottenham og Manchester City og klifra upp í 5. sætið í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir