Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   lau 09. desember 2023 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Köstuðu hlutum í þjálfara Benfica - „Haldið ykkur heima og komið aftur þegar við vinnum deildina“
Mynd: Getty Images
Roger Schmidt, þjálfari Benfica í Portúgal, varð fyrir barðinu á stuðningsmönnum félagsins í 1-1 jafnteflinu gegn nýliðum Farense í portúgölsku deildinni í kvöld.

Benfica hefur gert ágætis hluti á tímabilinu en mistókst að endurheimta toppsætið og er nú einu stigi á eftir Sporting.

Stuðningsmenn voru ósáttir með skiptingu sem hann gerði eftir rúman klukkutíma en þá tók hann einn efnilegasta leikmann heims, Joao Neves, af velli og setti Joao Mario inn á.

Staðan var þá 1-0 fyrir Farense og jafnaði Benfica aðeins sjö mínútum eftir skiptinguna.

Það stopppaði samt ekki stuðningsmenn í því að kasta hlutum í átt að Schmidt, sem snéri sér við og gaf þeim ískalt augnaráð.

„Það voru margir í stúkunni sem kunnu virkilega að meta hvað leikmennirnir gerðu á vellinum. Við börðumst fram að síðustu mínútu, en hinir, þessir neikvæðu, geta verið heima. Það er beiðni mín. Ef þið eruð ekki ánægð með það sem liðið gerði í dag þá er hreinlega bara best fyrir ykkur að vera heima því við getum ekki spilað betri fótbolta eða barist meira en við gerðum í dag,“ sagði Schmidt.
Athugasemdir
banner
banner
banner