Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 09. desember 2023 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Owen hefur enga trú á Ten Hag - „Hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að reyna að gera“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United mátti þola skella gegn Bournemouth, 3-0, á Old Trafford í dag.

United-liðið átti stórkostlega frammistöðu gegn Chelsea í miðri viku en það var allt annað að sjá það í dag.

Enski sparkspekingurinn Michael Owen er ekki viss um að Erik ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni og segist alls ekki sannfærður.

United hefur tapað sjö af sextán leikjum sínum í úrvalsdeildinni og er nú tíu stigum frá toppsætinu.

„Það er engin sjálfsmynd í þessu liði. Ég veit ekki hvað þeir eru að reyna að gera. Er þetta lið sem beitir skyndisóknum eða vilja þeir halda í boltann? Ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera og er ekki sannfærður með þetta United-lið og hef ekki verið í mörg ár.“

„Ég sé ekki Erik ten Hag vera hluti af framtíð Manchester United. Hann hefur fengið nógu langan tíma til að koma með skýra mynd á það hvernig liðið á að spila, en samt er þetta enn óttarlega furðuleg mixtúra af leikmönnum.“


United mætir Bayern München í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag, en liðið þarf að vinna Bayern og treysta á Galatasaray og FCK geri jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner