Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. janúar 2021 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
FA-bikarinn: Brighton vann Newport eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Newport County 1 - 1 Brighton
0-1 Solly March ('90)
1-1 Adam Webster ('96, sjálfsmark)
3-4 eftir vítaspyrnukeppni

D-deildarliðið Newport County tók á móti Brighton í enska bikarnum í dag og úr varð hörkuleikur.

Newport hefur verið þekkt fyrir að stríða stórliðum í bikarkeppnum á undanförnum árum og var leikurinn í kvöld engin undantekning.

Gestirnir frá Brighton áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta varnarleik Newport á bak aftur og var staðan markalaus þar til á lokakaflanum.

Heimamenn í Newport fengu dauðafæri undir lokin en Jason Steele varði og skömmu síðar kom Solly March knettinum í netið á hinum enda vallarins.

March hélt hann hefði gert sigurmark Brighton á 90. mínútu og tryggt úrvalsdeildarfélaginu þannig nauman sigur en sú var ekki raunin. Leikmenn Newport gáfust ekki upp og náðu að jafna þökk sé skelfilegum markmannsmistökum hjá Steele, sem missti fyrirgjöf í Adam Webster og í eigið net.

Því var gripið til framlengingar og þar komst Lewis Dunk nálægt því að skora í tvígang en inn vildi boltinn ekki og vítaspyrnukeppni flautuð á.

Menn voru þreyttir og gekk illa að taka vítaspyrnur þar sem bæði lið klúðruðu tveimur af fyrstu þremur. Bæði lið skoruðu svo úr fjórðu spyrnunni en heimamenn klúðruðu fimmtu. Þá var komið að Leandro Trossard að stíga á punktinn en honum brást bogalistin og því farið í bráðabana í stöðunni 2-2.

Bæði lið skoruðu úr sjöttu spyrnunni en Scott Bennett klúðraði af punktinum og þá var komið að miðverðinum Adam Webster fyrir Brighton. Hann steig á punktinn og skoraði og tryggði Brighton áfram í næstu umferð eftir hörkuleik.
Athugasemdir
banner
banner