Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 10. febrúar 2020 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Inter ræðir við Chong
Ítalska félagið Inter er í viðræðum við Tahith Chong, leikmann Manchester United, en FCInterNews greinir frá þessu.

Chong, sem er 20 ára gamall, verður samningslaus í sumar en hann þykir ótrúlegt efni.

Hann hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við United en hann hefur rætt við bæði Inter og Juventus.

Samkvæmt FCInterNews eru viðræður Chong og Inter komnar langt á veg en samkomulag er í höfn um launamál.

Það sem stendur í vegi fyrir að Chong semji við Inter er að umboðsmaður leikmannsins vill 5 milljónir evra en Inter er aðeins til í að greiða 1,8 milljónir evra.
Athugasemdir