Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. apríl 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski lærði með að horfa á Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski hefur verið meðal bestu sóknarmanna heims síðasta áratuginn og raðað inn mörkunum í þýska boltanum, fyrst hjá Borussia Dortmund og svo FC Bayern.

Rifjað var upp gamalt viðtal við Lewandowski þar sem hann ræddi knattspyrnumenn sem höfðu mikil áhrif á sig sem leikmann. Hann nefndi Roberto Baggio og Alessandro Del Piero en talaði sérstaklega um Thierry Henry, fyrrum sóknarmann Arsenal og franska landsliðsins.

„Ég var aðeins sex ára en ég man eftir Roberto Baggio á HM 1994. Þegar ég var á milli 10 og 14 ára var Alessandro Del Piero bestur í mínum augum. Svo tók Thierry Henry við, ég lærði mikið af því að fylgjast með honum," sagði Lewandowski.

„Hann var stórkostlegur. Ekki bara mörkin sem hann skoraði heldur það sem hann gerði fyrir liðsfélagana. Ég man hversu auðvelt það var fyrir hann að skora úr mismunandi færum þegar hann var hjá Arsenal. Ég vildi skora mikið af mörkum og reyndi að læra með að horfa á hann. Ég reyndi að móta leikstílinn eftir honum, samt ekki of mikið til að tapa ekki þeim sérkennum sem gera mig að Robert Lewandowski.

„Ég man þegar ég hitti Henry í fyrsta sinn þá hugsaði ég 'Vá, ég var að hitta átrúnaðargoðið mitt'. Svo bað hann um að fá treyjuna mína, það var stórkostlegt. Ég trúi því að draumar geti ræst."


Hinn 31 árs gamli Lewandowski er markahæstur í þýsku deildinni á tímabilinu með 25 mörk í 23 leikjum. Honum hefur tvisvar tekist að skora 30 mörk á heilu deildartímabili.
Athugasemdir
banner
banner