fös 10. apríl 2020 09:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi neitar sögum um Inter - Grealish til Everton?
Powerade
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Föstudagurinn langi er genginn í garð. Hér kemur það helsta í slúðrinu sem BBC tók saman.

Lionel Messi (32), leikmaður Barcelona, setti færslu inn á samfélagsmiðla þar sem hann sagði að það væri ekki rétt að hann væri að fara til Inter. (Instagram)

Everton telur að það að vinna með knattspyrnustjóranum Carlo Ancelotti geti sannfært Jack Grealish (24) um að koma til félagsins í sumar. (Football Insider)

Frank Leboeuf, fyrrum varnarmaður Chelsea, hefur varað Frank Lampard við því að reyna að fá Philippe Coutinho (27) frá Barcelona. Leboeuf vill ekki sjá Coutinho í Chelsea. (ESPN)

Roma hefur boðið Pedro (32), sem verður samningslaus hjá Chelsea í sumar, að koma til félagsins. (Mirror)

Barcelona vill fá bakvörðinn Joao Cancelo (25) frá Manchester City og er tilbúið að senda landa hans Nelson Semedo (26) í hina áttina. (Telegraph)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vera að plana tvær til þrjár stöður sem gætu komið upp á leikmannamarkaðnum þegar tímabiinu lýkur. (Sky Sports)

Rivaldo, fyrrum sóknarmaður Barcelona, telur að Kylian Mbappe (21), leikmaður Paris Saint-Germain, fari til Real Madrid eftir tímabilið. (Betfair)

Arsenal og Manchester United eru bæði í kapphlaupinu um Corentin Tolisso (25), miðjumann Bayern München. (Foot Mercato)

Dosu Joseph, fyrrum landsliðsmarkverði Nígeríu, finnst landi sinn Odion Ighalo (30) hafa gert nóg til að fá lengri samning hjá Manchester United. Ighalo er núna í láni hjá United frá Shanghai Shenhua í Kína. (Goal.com)

Kai Havertz (21), miðjumaður Bayer Leverkusen, vill vera áfram í Þýskalandi og ganga í raðir Bayern München. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner
banner