Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Mynd: Selfoss
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir með boltann.
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgsdóttir.
Birta Georgsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sara Dögg Ásþórsdóttir.
Sara Dögg Ásþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Clara Sigurðardóttir lék strax sautján leiki með ÍBV tímabilið 2017, það var hennar fyrsta tímabil í meistaraflokki. Hún kom þá inná í úrslitaleik bikarsins sama ár þegar ÍBV lagði Stjörnuna í úrslitaleik.

Árið 2018 lék hún fjórtán leiki með ÍBV og 2019 alla átján leikina. Clara söðlaði um í vetur og gekk í raðir Selfoss. Clara hefur alls leikið 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Fullt nafn: Clara Sigurðardóttir

Gælunafn: því miður þá hef ég ekkert gælunafn

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017

Uppáhalds drykkur: pepsi max eða bara vatn

Uppáhalds matsölustaður: GOTT í Vestmannaeyjum

Hvernig bíl áttu: hvíta þruman mín er hyundai i10 og heitir Hector

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: love island

Uppáhalds tónlistarmaður: minn maður Bubbi morthens

Fyndnasti Íslendingurinn: Harpa Valey Gylfadóttir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: oreo, jarðaber og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "glæsilegt" Anton ánægður með að ég sé að vinna með honum í kvöld

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: man ekki hvað hún heitir en man hún er á miðjunni í u19 liði noregs

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: hef verið með ágætis þjálfara en verð að skrifa þetta á Ian Jeffs

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: dettur enga í hug

Sætasti sigurinn: bikarúrslit 2017

Mestu vonbrigðin: Að bæði kvennalið og karlalið ÍBV var í basli seinasta tímabil

Uppáhalds lið í enska: Sjálfsögðu er ég poolari

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Rögnu Guðrún eða Birtu Georgs

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sara Dögg í Fylki

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eyþór Orri Ómarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristjana Sigurz

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Er ekki alveg búin að kynna mér þau mál hjá Selfoss liðinu en ætla gefa Höllu þennan titil samt sem áður

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: bað um að fá skiptingu útaf því ég þurfti svo mikið að pissa, það var soldið gaman af því

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaralukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: hef mjög gaman af handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: stærðfræði hefur alltaf verið minn versti óvinur og er enn

Vandræðalegasta augnablik: ætlaði að bregða vinkonu minni og brá einhverri konu óvart í staðinn. Hún fékk næstum hjartaáfall henni brá svo og var alls ekki ánægð með mig - langaði að hverfa

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Birtu Georgs, Kristjönu sigurz og Rögnu Guðrún væri sennilega mjög gaman en myndum ekki lifa lengi

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: mér finnst matur betri þegar hann er kaldur og vatn betra þegar það er volgt

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Cloe kom mér á óvart þegar ég byrjaði í meistaraflokk ÍBV ekki það að ég bjóst við að hún væri eitthvað leiðileg, alls ekki - en hún var miklu fyndnari en ég átti von á

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég hefði fengið mér fiskibollurnar sem hún eldaði í kvöldmat heima en fór á GOTT og pabbi gerði ítalska vefju fyrir mig - Sorry mamma

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun og færslur

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna sirka 9:00 fæ mér einhvern morgunmat, geri æfingar sem þjáfararnir hafa lagt fyrir, skelli mér svo í sturtu og næri mig eitthvað áður en ég tek upp lærdóminn og fer svo að lokum í vinnu 17:30 svo heim að sofa
Athugasemdir
banner
banner
banner