Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Þróttur V. með endurkomusigur gegn Fjarðabyggð
Pape skoraði sigurmark Þróttar.
Pape skoraði sigurmark Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur V. 2 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Jose Luis Vidal Romero ('35)
1-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('45)
2-1 Pape Mamadou Faye ('84, víti)

Þróttur Vogum stöðvaði sigurgöngu Fjarðabyggð í 2. deild karla. Leikurinn var núna áðan.

Fjarðabyggð hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn, síðast gegn Vestra á heimavelli. Það var Fjarðabyggð sem komst yfir Vogaídýfuvellinum í dag með marki frá Jose Luis Vidal Romero.

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson náði að jafna fyrir leikhlé og var staðan 1-1 í hálfleik.

Leikurinn var jafn alveg fram á 84. mínútu en þá skoraði varamaðurinn Pape Mamadou Faye af vítapunktinum og tryggði Þrótturum mikilvægan sigur.

Þróttur fer upp í sjöunda sæti með átta stig á meðan Fjarðabyggð er með stigi meira í fimmta sæti.

Sjötta umferðin í 2. deild klárast í dag
16:00 Tindastóll-Leiknir F. (Sauðárkróksvöllur)
17:00 Vestri-ÍR (Olísvöllurinn)
19:15 Selfoss-KFG (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner