Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. júní 2019 09:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðustu leikir við Tyrkland - Góðir sigrar
Icelandair
Úr leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018.
Úr leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Marki fagnað í Tyrklandi.
Marki fagnað í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna á morgun mætum við Íslendingar Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Tyrkland hefur farið mjög vel af stað og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Tyrkir unnu heimsmeistara Frakklands í síðasta leik. Ísland er með sex stig eftir 1-0 sigur á Albaníu á laugardag.

Það hitnaði heldur betur í kolunum fyrir leikinn í gær þegar einhver einstaklingur beindi uppþvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.

Tyrknesku leikmennirnir voru þá ósáttir við móttökurnar sem þeir fengu á Keflavíkurflugvelli.

Sjá einnig:
Utanríkisráðherra Tyrklands: Óásættanleg framkoma á Íslandi

Tyrkneska þjóðin lét vel í sér heyra á samfélagsmiðlum í gær og þurftu tveir íslenskir íþróttamenn að senda frá sér yfirlýsingar á Twitter. Annar þeirra var Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net.

Gott gengi upp á síðkastið
Að leiknum á morgun. Íslandi hefur gengið vel í síðustu leikjum sínum á móti Tyrklandi, Alls hafa Ísland og Tyrkland mæst 11 sinnum. Ísland hefur gert sér lítið fyrir og unnið sjö af þessum leikjum, Tyrkland unnið tvo og tveir hafa endað með jafntefli.

Ísland hefur verið með Tyrklandi í síðustu tveimur undankeppnum, fyrir EM 2016 og HM 2018.

Í undankeppninni fyrir EM 2016 vann Ísland 3-0 á heimavelli en tapaði 1-0 á útivelli þegar okkar strákar voru nú þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á mótið.

Í síðustu undankeppni gerði Ísland sér lítið fyrir og vann báða leikina gegn Tyrklandi. Hér heima 2-0 og úti 3-0. Með sigrinum ytra komst Ísland í lykilstöðu um að komast á HM. Það gerðist svo, Ísland fór á HM í Rússlandi. Tyrkir gerðu það ekki.

Smelltu hér til að lesa um 2-0 sigurinn á Tyrklandi í undankeppni HM 2018.

Smelltu hér til að lesa um 3-0 sigurinn á Tyrklandi í undankeppni HM 2018.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum.

Sjá einnig:
„Erum búnir að vera með þá í vasanum síðustu ár"
Aron Einar: Allir með þeim í liði eins og er




Athugasemdir
banner
banner