Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 10. júní 2021 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt hægt ef þú ert tilbúinn að leggja mikið á þig og fórna miklu
Icelandair
Með titilinn
Með titilinn
Mynd: Úr einkasafni
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á sunnudag meistari með liði sínu Bayern Munchen. Hún gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki snemma árs.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður sérstaklega út í Karólínu á blaðamannafundi í dag.

Þorsteinn þjálfaði Karólínu hjá Breiðabliki. Kom þér á óvart að hennar uppgangur skildi vera svona hraður?

„Nei, alls ekki. Hún hefur stefnt leynt og ljóst að þessu í langan tíma að verða atvinnumaður í fótbolta, láta reyna á það," sagði Steini.

„Það er gaman að sjá hana að upplifa akkúrat þetta. Hún er í besta liðinu í Þýskalandi í dag og það sýnir okkur það að ef þú ert tilbúinn að leggja mikið á þig og fórna miklu fyrir þetta þá er í raun allt hægt," bætti Steini við.

Karólína verður tvítug í haust og á að baki sex A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner