Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Löng bið fram að úrslitaleiknum - „Best að spila klukkan 10 á morgnana"
Mynd: EPA

Það er um hálftími þangað til flautað verður til leiks í Istanbul þar sem Manchester City og Inter mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.


Sérfræðingarnir á BT Sport ræddu taugarnar sem leikmenn liðanna finna fyrir í aðdraganda leiksins. Hvernig stemningin er í rútunni þegar liðin nálgast völlinn.

Cesc Fabregas, Mario Balotelli, Rio Ferdinand og Joleon Lescott eru sérfræðingar í kringum leikinn hjá BT Sport.

„Mér finnst þetta versta augnablikið því maður vill bara fara út á völl og spila fótbolta. Af minni reynslu að dæma er best að mæta seint, klæða sig, fá leiðbeiningar frá stjóranum, fá nudd og hita upp," sagði Fabregas.

„Sem leikmenn viljum við bara vera út á velli. Það er mikil streyta í rútunni á leið á völlinn og margar hugsanir fara í gegnum hugann og ég myndi kjósa að fara ekki í gegnum þetta of lengi."

„Það er ekki gott fyrir mig. Ég held að það sé best fyrir alla að spila klukkan tíu á morgnana, annars er maður að bíða allan daginn og hefur tíma til að hugsa mikið," sagði Balotelli.


Athugasemdir
banner
banner