Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 14:02
Kári Snorrason
Viktor Elmar með slitið krossband - Frá út tímabilið
Viktor gekk til liðs við Keflavík á síðasta tímabili frá Breiðabliki.
Viktor gekk til liðs við Keflavík á síðasta tímabili frá Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Elmar Gautason verður ekki með Keflavík á komandi leiktíð eftir að hann sleit krossband í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur þann 10. janúar. Þetta staðfestir Viktor í samtali við Fótbolta.net.

Leiknum lauk með 2 1 sigri Njarðvíkur og átti atvikið sér stað á 70. mínútu leiksins. Þá lenti Viktor í samstuði og festist í grasinu í Reykjaneshöllinni.

Þetta er í annað sinn sem Viktor Elmar slítur krossband í hægri fæti. Fyrri meiðslin urðu fyrir tveimur árum þegar hann lék með Augnabliki á láni frá Breiðabliki.

Viktor er 22 ára örvfættur kantmaður sem getur einnig leyst stöðu bakvarðar. Hann gekk til liðs við Keflavík á miðju síðasta tímabili frá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner