Ethan Nwaneri er formlega genginn í raðir franska félagsins Marseille á láni frá Arsenal út tímabilið.
Nwaneri er 18 ára og leikur sem sóknarmiðjumaður eða vængmaður. Hann lék 37 leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili en hefur aðeins spilað 12 á þessu tímabili og ekki byrjað neinn deildarleik.
„Við óskum Ethan alls hins besta hjá Marseille og hlökkum til að sjá hann þróa hæfileika sína í einni bestu deild Evrópu," segir í tilkynningu Arsenal.
„Eftir að við ræddum við hann, pabba hans og umboðsmanninn þá töldum við best fyrir hans framþróun að hann færi á láni. Hjá Marseille er einnig stjóri sem vill spila af hugrekki og er óhræddur við að nota unga leikmenn," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Stjóri Marseille er Roberto De Zerbi, fyrrum stjóri Brighton. Marseille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar, sjö stigum frá PSG og átta stigum frá Lens sem er óvænt á toppnum.
Nwaneri er 18 ára og leikur sem sóknarmiðjumaður eða vængmaður. Hann lék 37 leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili en hefur aðeins spilað 12 á þessu tímabili og ekki byrjað neinn deildarleik.
„Við óskum Ethan alls hins besta hjá Marseille og hlökkum til að sjá hann þróa hæfileika sína í einni bestu deild Evrópu," segir í tilkynningu Arsenal.
„Eftir að við ræddum við hann, pabba hans og umboðsmanninn þá töldum við best fyrir hans framþróun að hann færi á láni. Hjá Marseille er einnig stjóri sem vill spila af hugrekki og er óhræddur við að nota unga leikmenn," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Stjóri Marseille er Roberto De Zerbi, fyrrum stjóri Brighton. Marseille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar, sjö stigum frá PSG og átta stigum frá Lens sem er óvænt á toppnum.
Marseille fékk tvo leikmenn til sín í dag því Quinten Timber kom frá Feyenoord. Timber er 24 ára gamall miðjumaður en hann er tvíburabróðir Jurrien Timber, leikmanns Arsenal.
Timber gengur í raðir Marseille eftir að hafa lent upp á kant við Robin van Persie, stjóra Feyenoord.
???????????????????????????????????? ???????????? - From ???????????????????? London to ???????????????????? of France ?????????
— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) January 23, 2026
WelcOMe ???????????????????? ???????????????????????????? ???????????????????????????????? pic.twitter.com/2FLUv2zOMG
Athugasemdir




