Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 14:30
Kári Snorrason
Í hlutverki utan vallar og fær annan samning hjá Man Utd
Heaton hefur ekki spilað leik í tæp þrjú ár.
Heaton hefur ekki spilað leik í tæp þrjú ár.
Mynd: Manchester United
Tom Heaton hefur ekki leikið fyrir Manchester United í tæp þrjú ár en er engu að síður á leiðinni að fá samning sinn endurnýjaðan hjá félaginu, vegna þess hve mikilvægu hlutverki hann gegnir á æfingasvæðinu.

Telegraph greinir frá, en Heaton er 39 ára gamall og er þriðji markvörður liðsins. Núverandi samningur hans rennur út í sumar.

Hann hefur aðeins leikið þrjá leiki fyrir Manchester United síðan hann sneri aftur til félagsins og hefur ekki komið við sögu síðan árið 2023.

Heaton kom upp úr unglingastarfi Manchester United á sínum tíma og fór víða á lán áður en hann yfirgaf félagið 2010 og gekk í raðir Cardiff. Hann var markvörður Burnley 2013-2019 og lék þá 188 leiki fyrir félagið.

Athugasemdir
banner
banner