Guðmundur Þórarinsson hefur snúið heim til Íslands eftir tæplega fjórtán ára veru úti í atvinnumennsku. Hann gekk til liðs við ÍA um síðastliðna helgi en hann kemur frá armenska liðinu FC Noah þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár.
Guðmundur er í grunninn miðjumaður en síðustu ár hefur hann spilað mest megnis sem vinstri bakvörður. Hann segir í samtali við Fótbolta.net að hann muni koma til með að spila á miðjunni með ÍA á komandi tímabili.
Guðmundur er í grunninn miðjumaður en síðustu ár hefur hann spilað mest megnis sem vinstri bakvörður. Hann segir í samtali við Fótbolta.net að hann muni koma til með að spila á miðjunni með ÍA á komandi tímabili.
„Hlutverk mitt innan sem utan vallar var eitthvað sem heillaði mig mjög mikið. Við ræddum saman um að ég myndi spila á miðjunni. Það er eitthvað sem ég hef saknað svolítið. Ég spilaði Evrópuleikina núna (með Noah í Sambandsdeildinni), en annars hafa liðið nokkur ár síðan ég hef fengið fast hlutverk á miðsvæðinu.
Persónulega finnst mér það henta mér best og það heillaði mig mjög mikið. Þegar þetta kom allt heim og saman var þetta frábær niðurstaða,“ sagði Guðmundur.
Athugasemdir


