Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 15:00
Elvar Geir Magnússon
Guehi þreytir frumraun sína - Pep segir Arsenal besta lið heims
Guehi gekk í raðir City á dögunum frá Crystal Palace.
Guehi gekk í raðir City á dögunum frá Crystal Palace.
Mynd: EPA
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Enski landsliðsmiðvörðurinn Marc Guehi leikur sinn fyrsta leik með Manchester City á morgun, þegar liðið fær Wolves í heimsókn.

Pep Guardiola var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort Guehi, sem var keyptur í vikunni frá Crystal Palace, væri klár í að taka þátt.

„Já, það er virkilega gott að fá hann, sérstaklega í ljósi þess að það vantar miðverði hjá okkur. Hann er framúrskarandi varnarmaður og hjálpar okkur," segir Guardiola en John Stones, Ruben Dias og Josko Gvardiol eru allir meiddir.

City hefur gefið eftir í titilbaráttunni á Englandi, tapaði gegn Manchester United síðasta laugardag og tapaði svo gegn Bodö/Glimt í Meistaradeildinni í miðri viku.

„Við megum ekki við því að tapa leikjum. Það er bara þannig. Við þurfum að breyta dínamíkinni til að reyna að vinna leikina á morgun og miðvikudaginn."

Bernardo Silva kemur aftur inn í leikmannahóp City en hann tók út bann í Noregi. Guehi og Antoine Semenyo voru heldur ekki með í þeim leik þar sem þeir verða ekki löglegir í Meistaradeildinni fyrr en eftir deildarkeppnina.

Matheus Nunes eða Nico Gonzalez fóru heldur ekki með til Noregs, vegna veikinda og meiðsla. Óvíst er hvort Nunez verði með gegn Úlfunum en Gonzalez verður ekki klár.

Á fréttamannafundi Guardiola í dag tjáði hann sig einnig um topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, sem er með sjö stiga forystu á City.

„Akkúrat núna eru þeir besta lið heims. Horfið bara á Meistaradeildina, úrvalsdeildina og bikarkeppnirnar. Vonandi getum við haldið okkur nálægt þeim og fáum tækifæri til að ná þeim," segir Guardiola
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner