Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 10. júní 2023 18:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Missti af fluginu til Istanbúl eftir svakalegt djamm

Adriano fyrrum framherji Inter átti að vera vinna sem spekingur í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Man City og Inter en hann verður hins vegar ekki á staðnum.


Adriano er brasilískur en fjölmiðlar þar í landi greina frá því að hann hafi farið á djammið í nótt og hvarf. Þá hafi hann misst af flugi í morgun til Tyrklands þar sem hann átti að vera vinna í kringum úrslitaleikinn.

Hann hefur gert samning við ESPN og átti að vinna fyrir stöðina yfir leiknum.

Adriano var gríðarlega efnilegur á sínum tíma og menn hjá Inter vonuðust eftir miklu frá honum en eftir fráfall föður hans árið 2004 fór hann að leita í áfengi og ferillinn fór aldrei á það flug sem vonast var eftir.


Athugasemdir
banner
banner