Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Riise tók skóna úr hillunni og skoraði
Mynd: Getty Images

John Arne Riise fyrrum leikmaður Liverpool tók fram skóna á ný og spilaði með Avaldsnes í fimmtu efstu deild í Noregi í vikunni.


Hann stýrir kvennaliði félagsins og ákvað að taka fram skóna fyrir karlaliðið.

Þessi 42 ára gamli Norðmaður kom inn á í seinni hálfleik þegar staðan var 3-0 gegn Rubberstadnes. Hann skoraði úr vítaspyrnu í 9-2 sigri.

„Þetta var lélegt víti. Ég vildi negla boltanum en ég fékk tak rétt áður svo mér datt ekki í hug að negla honum. Þetta var lélegt en nóg fyrir markmanninn að verja ekki. Það var gaman að skora í fyrsta leiknum," sagði Riise í samtali við NRK eftir leikinn.

Riise lék einnig með Roma og Fulham á ferlinum en hann lagði skóna á hilluna árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner