Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   lau 10. júní 2023 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saliba nær samkomulagi um nýjan samning
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn William Saliba hefur komist að samkomulagi við Arsenal um nýjan samning.

Frá þessu greinir The Athletic.

Nýi samningurinn við Saliba mun gilda til ársins 2027. Það á bara eftir að klára pappírsvinnu og svo skrifa miðvörðurinn undir samninginn. Núgildandi samningur hans er að renna út eftir tólf mánuði.

Saliba er 22 ára miðvörður með átta landsleiki að baki fyrir Frakkland.

Hann er lykilmaður í varnarlínu Arsenal og var hans sárt saknað þegar hann meiddist í vor.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Arsenal en það mikill áhugi frá öðrum félögum á leikmanninum, en hann ætlar að skuldbinda sig við Lundúnafélagið.
Athugasemdir
banner
banner