29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 10. júní 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Icelandair
Stefán Teitur lætur skotið ríða af.
Stefán Teitur lætur skotið ríða af.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn hamraðist í stöngina.
Boltinn hamraðist í stöngina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Teitur Þórðarson leikmaður íslenska landsliðsins var að vonum svekktur með tapið gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Þeir voru ákveðnari fram á við (en England), fleiri hlaup á bakvið línurnar og fundu mikið af plássi á bakvið bakverðina, þeir eru með mjög hraða leikmenn þar sem gerðu okkur erfitt fyrir og við náðum ekki að leysa það og þeir refsa á þessu stigi," sagði Stefán Teitur.

Stefán kom inn á sem varamaður í hálfleik.

„Mér leið vel. Ég var sáttur með mína innkomu sérstaklega á boltann. Ég var óhræddur að fá hann og reyna að finna spil en eins og allt liðið þá eigum við að gera betur í skyndisóknum," sagði Stefán Teitur.

Hann átti bestu tilraun íslenska liðsins þegar skot hans af löngu færi fór í stöngina.

„Ég var að skoða það, hann tekur hann með litla puttanum. Ég er búinn að gera þetta mikið í Superligunni. Þetta var fínt skot en ég var óheppinn," sagði Stefán Teitur.

Stefán var ánægður með þessa tvo leiki gegn Englandi og Hollaandi.

„Þetta var flottur gluggi heilt yfir. Frábær sigur á Englandi og margir spilkaflar hér sem voru flottir. Við tökum allt það góða með okkur, það er klárt að við séum að taka skrefið í rétta átt."


Athugasemdir
banner
banner
banner