Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 10. júní 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Icelandair
Stefán Teitur lætur skotið ríða af.
Stefán Teitur lætur skotið ríða af.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn hamraðist í stöngina.
Boltinn hamraðist í stöngina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Teitur Þórðarson leikmaður íslenska landsliðsins var að vonum svekktur með tapið gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Þeir voru ákveðnari fram á við (en England), fleiri hlaup á bakvið línurnar og fundu mikið af plássi á bakvið bakverðina, þeir eru með mjög hraða leikmenn þar sem gerðu okkur erfitt fyrir og við náðum ekki að leysa það og þeir refsa á þessu stigi," sagði Stefán Teitur.

Stefán kom inn á sem varamaður í hálfleik.

„Mér leið vel. Ég var sáttur með mína innkomu sérstaklega á boltann. Ég var óhræddur að fá hann og reyna að finna spil en eins og allt liðið þá eigum við að gera betur í skyndisóknum," sagði Stefán Teitur.

Hann átti bestu tilraun íslenska liðsins þegar skot hans af löngu færi fór í stöngina.

„Ég var að skoða það, hann tekur hann með litla puttanum. Ég er búinn að gera þetta mikið í Superligunni. Þetta var fínt skot en ég var óheppinn," sagði Stefán Teitur.

Stefán var ánægður með þessa tvo leiki gegn Englandi og Hollaandi.

„Þetta var flottur gluggi heilt yfir. Frábær sigur á Englandi og margir spilkaflar hér sem voru flottir. Við tökum allt það góða með okkur, það er klárt að við séum að taka skrefið í rétta átt."


Athugasemdir
banner
banner