Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. júlí 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Styttist í endurkomu Guðjóns Baldvins
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, er á góðum batavegi eftir meiðsli.

Guðjón meiddist í lok júní og óttast var að hann yrði frá í 4-6 vikur vegna meiðslanna.

Hann er hins vegar byrjaður að æfa aftur og gæti náði síðari leiknum gegn Levadia Tallin í Eistlandi í næstu viku ef allt gengur upp. Ef ekki, ætti hann að verða klár fljótlega eftir það.

„Ég vonast til að hann geti verið með í næstu viku en það er kannski full snemmt," sgaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta gengur ágætlega hjá honum en þetta eru erfið meiðsli."

Fyrri leikur Stjörnunnar og Levadia Tallin fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ annað kvöld klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner