Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. júlí 2020 22:39
Anton Freyr Jónsson
Hólmfríður: Stefnan var að setja hann á markið
Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum í kvöld
Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum þegar Selfoss sótti Stjörnuna heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og sigruðu 0-3.

Hólmfríður var spurð út í fyrstu viðbrögð að vera komin áfram með liði sínu í 8-liða úrslitin

„Fyrst og fremst ánægð að við sigruðum leikinn, vissum að það yrði erfitt að að koma hingað aftur eftir að hafa spilað hérna fyrir viku í deildinni. Liðsheildin skilaði þessum sigri í kvöld."

Hólmfríður fékk heldur betur tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar hún fór á vítapunktinn um miðjan seinni hálfleik og var Hólmfríður spurð hvað hafi gerst á punktinum.

„Það var stefnan að setja hann á markið en hann fór yfir, þannig er það bara. Ég er ekkert að hugsa um þetta víti, við unnum leikinn og það er bara áfram gakk."

Selfoss mæta Þrótti frá Reykjavík í næstu umferð í deildinni og var Hólmfríður spurð hvernig það verkefni legst í liðið.

„Mjög vel. Við byrjum strax á morgun að undirbúa okkur fyrir það verkefni. Þróttur er með mjög gott lið, búnar að skora í öllum leikjum og eru mjög þéttar."

Hólmfríður var að lokum spurð út í óska mótherja í 8-liða úrslitunum og segist hún bara vilja fá heimaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner