fös 10. júlí 2020 21:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Óskiljanlegt" að Fylkir fékk ekki víti
Bryndís Arna Níelsdóttir gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu á 37. mínútu.
Bryndís Arna Níelsdóttir gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu á 37. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Nú eru um 65 mínútur liðnar af leik Fylkis og Breiðablisk í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Breiðablik leiðir með einu marki og er leikurinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins til þessa á 9. mínútu en á 37. mínútu vildi Fylkir fá vítaspyrnu. Bríet Bragadóttir er dómari leiksins.

„Var þetta ENN EITT dómararuglið í sumar??? Íris sendir á Heiðdísi sem ætlar að senda í fyrsta til baka (alveg eins og annað mark Vals gegn Víkingi um daginn). Bryndís kemst í boltann. Íris hleypur á móti og rennir sér. Bryndís vippar boltanum yfir Írisi og tómt mark sem bíður hennar en Bríet er um það bil í miðjuboganum og ekki í stöðu til að taka ákvörðun. Dæmir ekkert," skrifaði Gylfi Tryggvason í beinni textalýsingu.

Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Pepsi Max-deildina, tjáði sig einnig um atvikið á Twitter:

„Magnað að sjá ekki dæmt víti á Írisi þegar hún klippir Bryndísi niður. Hvernig getur Bríet ekki séð að Bryndís chippar boltanum yfir Írisi og er svo klippt niður. Óskiljanlegt þar sem mér finnst Bríet flottur dómari," skrifaði Tómas Ingi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner