Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. júlí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Stefán Árni spáir í sjöttu umferð í Pepsi Max-deildinni
Stefán Árni Pálsson.
Stefán Árni Pálsson.
Mynd: Dagrún Ása
KR vinnur Breiðablik samkvæmt spá Stefáns Árna.
KR vinnur Breiðablik samkvæmt spá Stefáns Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, framherji Kórdrengja, var með fjóra markaskorara Fylkis rétta í spá sinni fyrir síðustu umferð í Pepsi max-deildinni en það var eini leikurinn sem hann var með réttan.

Stefán Árni Pálsson, stjörnublaðamaður á Vísi, spáir í leikina að þessu sinni.

Grótta 1 - 2 ÍA (17:00 á sunnudag)
Mjög athyglisverður leikur. Gróttumenn virðast vera detta í gang, fjögur stig í tveimur leikjum og sjö mörk. Skagamenn þurfa að finna stöðuleika í sínum leik og tengja saman sigurleiki. Það misheppnaðist í síðustu umferð. Núna ná þeir í góðan útisigur en hann verður tæpur. 2-1 fyrir ÍA.

HK 0 - 3 Víkingur R. (19:15 á sunnudag)
Víkingar að endurheimta stóran hluta úr varnarlínunni og það mun heldur betur skipta máli. HK-ingar eru erfiðir heima í höll og alltaf erfitt að koma þangað. Held samt sem áður að Víkingar rífi sig í gang og vinni þennan leik, og það sannfærandi - 3-0.

KA 1 - 1 Fjölnir (18:00 á mánudag)
Tvö lið í vandræðum. Sannkallaður botnslagur. Hérna verða 2-3 mjög umdeild atvik og KA-menn tapa 2 stigum undir lokin þegar Fjölnir jafnar 1-1 eftir umdeildan vítaspyrnudóm.

KR 1 - 0 Breiðablik (19:15 á mánudag)
Að mínu mati eru Blikarnir líklegastir til að fara alla leið. Til þess þurfa þeir aftur á móti að fara í svona leik með það í huga að tapa ekki. Blikar þurfa að passa upp á svona leiki, sækja ekki of stíft upp völlinn og vera sáttir með stigið. Ég held að þeir geri það aftur á móti ekki og það kemur í bakið á þeim. Tapa 1-0.

FH 3 - 1 Fylkir (19:15 á mánudag)
Fylkismenn í raun verið mjög flottir. Komnir með níu stig. FH þarf að spila ágætlega á köflum en verða að slípa saman varnarleik sinn og halda fókus allan tímann. Í þessum leik koma meiðslavandræðin inn hjá Fylkismönnum og ég held að FH nái einum mjög góðum leik. 3-1 sigur FH.

Valur 2 - 1 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Valsmenn gætu mögulega dottið almennilega í gang á Hlíðarenda í þessum leik. Stjörnumenn búnir að vera í einskonar fríi og það mun verða erfitt að mæta strax í leik gegn Valsmönnum. Ég held að Valur nái í sigur, en það verður mjög torsótt. 2-1 sigur hjá þeim rauðu.

Fyrri spámenn:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)
Albert Brynjar Ingason (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner