Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   mið 10. júlí 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru fyrstu leikir Heimis með Írlandi - Byrjar gegn Englandi
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Írlands og fær hann það verkefni að koma liðinu á HM 2026.

Heimir hætti nýverið sem landsliðsþjálfari Jamaíku og fær núna nýtt og spennandi starf.

Fyrsti leikur Heimis með Írland verður gegn Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni í september. Írland er í B-deild Þjóðadeildarinnar, rétt eins og Ísland.

Heimir hefur góða reynslu af leikjum gegn Englandi en hann stýrði Íslandi til sigurs gegn Englendingum á EM 2016, eftirminnilega.

Fyrstu leikir Heimis með Írland:
7. september, Írland - England
10. september, Írland - Grikkland
10. október, Finnland - Írland
13. október, Grikkland - Írland
14. nóvember, Írland - Finnland
17. nóvember, England - Írland

Þetta eru allt leikir í Þjóðadeildinni en svo hefst undankeppnin fyrir HM í mars á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner