Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. ágúst 2020 15:23
Elvar Geir Magnússon
Dortmund gefur út að Sancho fari ekki - „Ákvörðunin er endanleg"
Jadon Sancho á æfingu hjá Dortmund.
Jadon Sancho á æfingu hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Borussia Dortmund, segir að Jadon Sancho verði áfram leikmaður Dortmund á næsta tímabili.

Mikið hefur verið rætt og ritað um að Sancho gæti verið keyptur til Manchester United en félögin hafa ekki náð samkomulagi.

„Við erum að plana næsta tímabil með Sancho," segir Zorc.

„Hann verður með okkur á næsta tímabili. Ákvörðunin er endanleg. Ég held að það svari öllum ykkar spurningum."

Zorc segir að félagið hafi nýtt sér klásúlu og framlengt samning við Sancho til 2023.
Athugasemdir
banner
banner