Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. ágúst 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli nálgast Simeone - Reynir við Keylor Navas og Raspadori
Simeone hefur í heildina skorað 67 mörk í Serie A.
Simeone hefur í heildina skorað 67 mörk í Serie A.
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Napoli sé nálægt því að ganga frá félagsskiptum Giovanni Simeone, 27 ára, frá Verona.


Simeone, sem skoraði 17 mörk fyrir Verona í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð, kemur á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika. Napoli greiðir um 3 milljónir evra fyrir lánið og getur fest kaup á framherjanum næsta sumar fyrir 12 milljónir í viðbót.

Simeone hefur verið afar eftirsóttur í sumar þar sem bæði Juventus og Borussia Dortmund voru með hann til skoðunar en völdu að lokum að sleppa honum.

Victor Osimhen er með framherjastöðuna hjá Napoli en félaginu vantar góða varaskeifu. Takist ekki að krækja í Simeone þá er félagið einnig að vinna í því að fá Giacomo Raspadori frá Sassuolo, sem er 22 ára og skoraði 10 mörk í 36 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Napoli er einnig í leit að markverði eftir að David Ospina yfirgaf félagið á frjálsri sölu og Alex Meret á aðeins eitt ár eftir af sínum samningi. Keylor Navas, varamarkvörður PSG, er efstur á óskalistanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner