Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 12:32
Sölvi Haraldsson
Solanke í Tottenham (Staðfest)
Solanke er mættur í Tottenham.
Solanke er mættur í Tottenham.
Mynd: Tottenham

Tottenham tilkynnti rétt í þessu að Dominic Solanke sem nýjasta leikmann félagsins frá Bournemouth 


Solanke skrifar undir samning við Lundúnarliðið til ársins 2030 en hann var markahæsti leikmaður Bournemouth í fyrra. 

Hann spilaði alla deildarleikina í fyrra og skoraði 19 mörk og lagði upp þrjú í ensku úrvalsdeildinni. Solanke kom til Bournemouth árið 2019 frá Liverpool en hann var áður að mála hjá Chelsea og Vitesse. Hann á einn A landsleik en marga unglingalandsleiki.

Tottenham hafa verið í leit af framherja í allt sumar en Solanke var ofarlega á óskalista stjórnarmanna Tottenham. Richarlison hefur verið orðaður við lið í Sádí Arabíu og gæti verið á förum.


Athugasemdir
banner
banner
banner