Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. október 2019 15:56
Elvar Geir Magnússon
Ingvar Jóns orðaður við FH
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ingvar Jónsson er orðaður við FH en hann sagði í viðtali í vikunni að íslensk félög hefðu haft samband við sig.

„Ég hef heyrt í íslenskum klúbbum og það er eitthvað sem ég skoða eins og annað. Ég er bæði spenntur fyrir því að koma heim og vera í lykilhlutverki en það eru forréttindi að vera úti í atvinnumennsku og það kitlar líka. Ég ætla að sjá til hvað gerist," sagði Ingvar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er FH eitt af þeim félögum sem hafa heyrt í Ingvari og er ekki talið ólíklegt að hann endi í Kaplakrika.

Ingvar, sem er í íslenska landsliðshópnum, er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út.

Daði Freyr Arnarsson sló Gunnar Nielsen út sem aðalmarkvörður FH-inga í sumar en talið er líklegt að sá færeyski rói á ný mið.
Ingvar skiptir um félag í janúar - Hefur heyrt í íslenskum félögum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner