Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. október 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd með í fallbaráttuumræðunni
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ekki byrjað þetta tímabil nægilega vel og eru einhverjir sem halda jafnvel að félagið geti lent í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Man Utd er með níu stig eftir átta leiki í 12. sæti.

Alejandro Moreno og Ross Dyer á ESPN tóku Manchester United með er þeir fóru í gegnum það hvaða lið gætu fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

„Þau eru í fallbaráttu. Öll þessi lið og þar með talið Manchester United. Já, það eru bara átta leikir búnir, en öll þessi lið hafa ástæður til þess að hafa áhyggjur," sagði Moreno.

Hann tók það þó fram að hann telur að United muni ekki falla, liðið muni enda um miðja deild.

Hér að neðan má sjá umræðuna hjá ESPN.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner