Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 10. október 2022 12:41
Elvar Geir Magnússon
Atletico búið að kaupa Griezmann (Staðfest)
Mynd: EPA
Atletico Madrid hefur keypt Antoine Griezmann frá Barcelona en hann hefur verið hjá félaginu á lánssamningi. Franski sóknarmaðurinn hefur skrifað undir samning til 30. júní 2026.

Griezmann hefur tekið þátt í öllum leikjum Atletico á þessu tímabili, skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar.

Atletico kaupir hann aftur til félagsins fyrir aðeins 20 milljónir evra. Barcelona selur hann á afsláttarverði þar sem það sparar félaginu umtalsverðar fjárhæðir að losa hann af launaskrá.

Griezmann er 31 árs og er fjórði markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Það var klásúla í lánssamningi Griezmann að Atletico þyrfti að kaupa hann fyrir 40 milljónir evra ef hann hefði spilað yfir 45 mínútur í yfir helming leikja liðsins. Simeone hafði vegna þessa notað Griezmann sem varamann eftir 60 mínútur í 8 af 11 leikjum á tímabilinu, til að koma í veg fyrir að þetta ákvæði yrði virkt.

Á ferli sínum hefur Griezmann unnið Evrópudeildina, spænska ofurbikarinn og Ofurbikar Evrópu með Atletico.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
11 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner