Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 10. október 2022 22:04
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Sýndum karakterinn sem við vorum að upplifa í byrjun móts
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Víkingum þegar loka leikur 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla lauk í kvöld.

Stjörnumenn hafa haft gott tak á Víkingum í sumar og þar varð enginn breyting á í kvöld þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Við komum bara virkilega flottir inn í þennan leik og það var kraftur í okkur. Við lögðum mikið á okkur í hlaupum í 90 mínútur og uppskárum í lokin. " Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

„Víkingarnir sköpuðu sér þó nokkuð góð færi í fyrri hálfleik sem að þeir hefðu getað refsað okkur en við héldum áfram og sýndum góðan karakter og fáum svo mark á okkur í seinni sem að fannst mér vera svolítið gegn gangi leiksins en vorum fljótir að svara fyrir okkur með tveimur mörkum og náðum að sigla þessu heim. Sigurinn var góður en kannski fyrst og fremst var ég sáttur við frammistöðu leikmanna, hvað menn lögðu mikið á sig og hlupu mikið og voru tilbúnir að fara í návígi og annað á móti frábæru liði Víkings þannig við uppskárum með góðum sigri."

Stjörnumenn hafa svolítið verið gagnrýndir í sumar fyrir að brotna þegar þeir lenda undir en svo varð ekki raunin í kvöld.

„Við erum búnir að vera dálítið brothættir í síðustu leikjum, kannski síðustu 7-8 leikjum en við sýndum kannski svolítið karakterinn sem við vorum að upplifa hérna í byrjun móts þar sem að við í rauninni gáfumst aldrei upp og vorum tilbúnir með hlaupum og oft á tíðum keyrðum dálítið yfir liðin og ég upplifði það aftur í dag kraftinn og viljan til þess að haupa og leggja 110% á sig."

Nánar er rætt við Ágúst Gylgason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner