Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mán 10. október 2022 22:04
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Sýndum karakterinn sem við vorum að upplifa í byrjun móts
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Víkingum þegar loka leikur 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla lauk í kvöld.

Stjörnumenn hafa haft gott tak á Víkingum í sumar og þar varð enginn breyting á í kvöld þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Við komum bara virkilega flottir inn í þennan leik og það var kraftur í okkur. Við lögðum mikið á okkur í hlaupum í 90 mínútur og uppskárum í lokin. " Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

„Víkingarnir sköpuðu sér þó nokkuð góð færi í fyrri hálfleik sem að þeir hefðu getað refsað okkur en við héldum áfram og sýndum góðan karakter og fáum svo mark á okkur í seinni sem að fannst mér vera svolítið gegn gangi leiksins en vorum fljótir að svara fyrir okkur með tveimur mörkum og náðum að sigla þessu heim. Sigurinn var góður en kannski fyrst og fremst var ég sáttur við frammistöðu leikmanna, hvað menn lögðu mikið á sig og hlupu mikið og voru tilbúnir að fara í návígi og annað á móti frábæru liði Víkings þannig við uppskárum með góðum sigri."

Stjörnumenn hafa svolítið verið gagnrýndir í sumar fyrir að brotna þegar þeir lenda undir en svo varð ekki raunin í kvöld.

„Við erum búnir að vera dálítið brothættir í síðustu leikjum, kannski síðustu 7-8 leikjum en við sýndum kannski svolítið karakterinn sem við vorum að upplifa hérna í byrjun móts þar sem að við í rauninni gáfumst aldrei upp og vorum tilbúnir með hlaupum og oft á tíðum keyrðum dálítið yfir liðin og ég upplifði það aftur í dag kraftinn og viljan til þess að haupa og leggja 110% á sig."

Nánar er rætt við Ágúst Gylgason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner