Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 10. október 2022 22:04
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Sýndum karakterinn sem við vorum að upplifa í byrjun móts
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Víkingum þegar loka leikur 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla lauk í kvöld.

Stjörnumenn hafa haft gott tak á Víkingum í sumar og þar varð enginn breyting á í kvöld þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Við komum bara virkilega flottir inn í þennan leik og það var kraftur í okkur. Við lögðum mikið á okkur í hlaupum í 90 mínútur og uppskárum í lokin. " Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

„Víkingarnir sköpuðu sér þó nokkuð góð færi í fyrri hálfleik sem að þeir hefðu getað refsað okkur en við héldum áfram og sýndum góðan karakter og fáum svo mark á okkur í seinni sem að fannst mér vera svolítið gegn gangi leiksins en vorum fljótir að svara fyrir okkur með tveimur mörkum og náðum að sigla þessu heim. Sigurinn var góður en kannski fyrst og fremst var ég sáttur við frammistöðu leikmanna, hvað menn lögðu mikið á sig og hlupu mikið og voru tilbúnir að fara í návígi og annað á móti frábæru liði Víkings þannig við uppskárum með góðum sigri."

Stjörnumenn hafa svolítið verið gagnrýndir í sumar fyrir að brotna þegar þeir lenda undir en svo varð ekki raunin í kvöld.

„Við erum búnir að vera dálítið brothættir í síðustu leikjum, kannski síðustu 7-8 leikjum en við sýndum kannski svolítið karakterinn sem við vorum að upplifa hérna í byrjun móts þar sem að við í rauninni gáfumst aldrei upp og vorum tilbúnir með hlaupum og oft á tíðum keyrðum dálítið yfir liðin og ég upplifði það aftur í dag kraftinn og viljan til þess að haupa og leggja 110% á sig."

Nánar er rætt við Ágúst Gylgason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner