Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. nóvember 2019 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Skiptir ekki máli hvar við erum á töflunni
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var ánægður eftir 3-1 sigur liðsins á Brighton en liðið er nú í 7. sæti með 16 stig.

Andreas Pereira, Scott McTominay og Marcus Rashford skoruðu mörk Manchester United en Anthony Martial átti þá tvær stoðsendingar.

Liðið er nú búið að vinna síðustu tvo leiki sína en liðið vann Partizan 3-0 í Evrópudeildinni á fimmtudag.

„Við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábær frammistaða frá strákunum og það er svo gaman að horfa á þá spila þegar þeir sækja," sagði Solskjær.

„Anthony Martial skoraði ekki í dag en var samt magnaður og Brandon Williams var það líka. Hann hefur spilað nokkra góða leiki og virðist vilja sætið."

„Það skiptir engu máli hvar við erum á töflunni í augnablikinu. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og vinna leiki og sjá hvert það tekur okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner