Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 11:28
Brynjar Ingi Erluson
Xhaka: Ég mun halda áfram að berjast
Granit Xhaka var sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal
Granit Xhaka var sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, opnar sig við svissneska blaðið Sonntagsblick um atvikið sem átti sér stað í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace í síðustu viku,

Xhaka var skipt af velli í stöðunni 2-2 en hann gekk af velli í stað þess að skokka og fékk hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum.

Hann brást illa við og lét stuðningsmenn heyra það áður en hann reif sig úr treyjunni. Xhaka var sviptur fyrirliðabandinu á dögunum í kjölfarið en Pierre Emerick Aubameyang er nú fyrirliði liðsins.

„Ég get fullvissað þig um það að ég mun halda áfram að berjast og leggja mig fram á æfingum. Það er búið að grafa þetta mál og ég er klár í næstu verkefni," sagði Xhaka við Sonntagsblick.

„Þegar númerið mitt kom upp hjá fjórða dómaranum þá virtust stuðningsmennirnir himinlifandi með það og það var erfitt fyrir mig og kom mér í uppnám. Þetta særði mig og það var pirrandi."

„Ég skil ekki þessi viðbrögð og þessi áróður í minn garð. Stuðningsmenn hafa alltaf verið partur af þessari íþrótt og ég hef fengið mikla virðingu frá þeim. Gagnrýni þeirra, þegar hún á rétt á sér, hjálpar manni að vaxa sem leikmaður. Krafturinn og orkan sem þeir gefa frá sér á leikjum er eitthvað sem fær leikmenn til að elska íþróttina."

„Mér finnst ég vera partur af stórri fótboltafjölskyldu en þegar maður fær þetta viðmót í sinn garð og þín eigin fótboltafjölskylda móðgar þig þá særir það. Ég er ekki að segja það að ég geti ekki tekið gagnrýni en þegar menn blóta og móðga eigin fyrirliða þá skapar það vont andrúmsloft. Ég meina þú átt að að styðja okkur og ég á erfitt með að skilja þetta því þetta hjálpar ekki liðsandanum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner