Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 14:30
Örvar Arnarsson
Ráðast úrslitin í vítaspyrnukeppni í Búdapest?
Icelandair
Hvað gerist á fimmtudaginn?
Hvað gerist á fimmtudaginn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið verður til þrautar þegar Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári. Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma verður framlengt og ef áfram verður jafnt munu úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi um leikinn í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn og hann segist geta séð leikinn fara alla leið í framleningu.

„Það er ekki ósennilegt. Það er svo rosalega mikið undir. Þegar maður fer í úrslitaleik þegar er mikið undir þá eru allir með það bakvið eyrun þegar þeir spila leikinn," sagði Sigurbjörn.

Er Ísland sigurstranglegri aðilinn að mati hans? „Þetta er 50/50 en ég treysti því og trúi að strákarnir okkar eigi það inni að ná góðum úrslitum. Þegar við höfum farið á erfiða útivelli og það hefur skipt máli þá höfum við gert þetta ótrúlega vel. Það er þolinmæði og við erum þéttir. Ég er ekki viss um að Ungverjarnir nái að brjóta okkur á bak aftur."

„Við höfum gæði í föstum leikatriðum og þegar Gylfi er á sínum degi getum við skorað 1-2 mörk. Við erum ekki að fara að fá á okkur mikið af mörkum í þessu verkefni,"
sagði Sigurbjörn.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum en viðtalið við Sigurbjörn byrjar eftir 31 mínútu.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner