Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 10. desember 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Deschamps framlengir út HM í Katar
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps hefur skrifað undir nýjan samning við heimsmeistara Frakka og mun stýra liðinu út heimsmeistaramótið í Katar 2022.

Deschamps var fyrirliði Frakklands sem vann HM 1998 en hann hefur verið landsliðsþjálfari síðan 2012. Hann verður sá sem lengst hefur verið í starfinu.

Undir hans stjórn varð Frakkland heimsmeistari í Rússlandi á síðasta ári.

Hann kom Frakklandi í lokakeppni EM alls staðar en ef Ísland kemst á mótið verðum við í sama riðli, ásamt Þýskalandi og Portúgal.


Athugasemdir
banner