Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. janúar 2023 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea ekki hætt á markaðnum - Ræða við umboðsmann Porro
Porro fagnar marki með Sporting.
Porro fagnar marki með Sporting.
Mynd: EPA
Chelsea er að landa Joao Felix á láni frá Atletico Madrid en félagið er ekki hætt á markaðnum.

Fréttamaðurinn Simon Phillips segir frá því að Chelsea sé núna að ræða við umboðsmann bakvarðarins Pedro Porro um möguleg félagaskipti.

Porro verður ekki seldur nema riftunarákvæði í samningi hans hjá Sporting Lissabon verði virkt. Riftunarákvæðið hljóðar upp á 40 milljónir evra.

Porro hefur verið sterklega orðaður við Tottenham en Chelsea er að blanda sér í baráttuna um hann.

Porro gekk í raðir Sporting frá Manchester City síðasta sumar. Kostaði hann þá um 7 milljónir punda, en hann verður mun dýrari ef hann fer í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner