
Gísli Martin Sigurðsson hefur spilað með Aftureldingu undanfarin þrjú tímabil en mun samkvæmt heimildum Fótbolta.net spila annars staðar næsta sumar.
Gísli er uppalinn í Breiðabliki en hóf meistaraflokksferil sinn hjá ÍR sumarið 2018. Hann lék svo með Njarðvík tímabilið 2019 áður en hann fór í Mosfellsbæinn.
Gísli er uppalinn í Breiðabliki en hóf meistaraflokksferil sinn hjá ÍR sumarið 2018. Hann lék svo með Njarðvík tímabilið 2019 áður en hann fór í Mosfellsbæinn.
Hjá Aftureldingu kom Gísli við sögu í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili, aftur níu leikjum árið 2021 og í fyrra kom hann við sögu í nítján leikjum með liðinu. Alls lék hann 37 deildarleiki og sex bikarleiki og skoraði í þeim eitt mark.
Á síðasta tímabili bar hann fyrirliðabandið eftir að fyrirliði liðsins, Aron Elí Sævarsson, fór til Bandaríkjanna í háskóla.
Hann er 24 ára hægri bakvörður sem var einu sinni í liði umferðarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir