Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gott stig fyrir Leeds á útivelli"
Mynd: Getty Images
„Þetta er gott stig fyrir Leeds á útivelli. Góð úrslit að fara á erfiðan útivöll þar sem mikil pressa er á liðinu," svona byrjar Kris Commons, fyrrum vængmaður Nottingham Forest, uppgjör sitt á leik Brentford og Leeds á BBC Radio 5 Live þjónustu BBC í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem mörkin komu eftir markmannsmistök.

„Mistök voru gerð snemma í leiknum en liðið sýndi vilja og náði í stig. Þegar þú ert í baráttunni um að komast upp og nærð í stig gegn liðum í kringum þig. Þá er það gott stig."

„Þú getur vonast til að árangur á heimavelli geti farið með þig þangað sem þú vilt komast,"
endar Commons sitt uppgjör.

Sjá einnig:
Championship: Leeds einungis unnið einn af síðustu sjö
Myndband: Skelfileg mistök Casilla þegar Brentford komst yfir


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner