þri 11. febrúar 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Murphy: Myndi bæta Liverpool að fá Mbappe í stað Firmino
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ráðlagt Liverpool að reyna að fá Kylian Mbappe frá PSG í stað Roberto Firmino.

Liverpool hefur haft gríðarlega yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Murphy telur að það sé enn hægt að gera sóknarlínuna betri.

Firmino hefur verið lykilmaður í velgengni Liverpool og náð því besta út úr Sadio Mane og Mohamed Salah.

„Er hægt að fá inn annan sóknarmann sem skorar eins mikið og Firmino? Já. Firmino er frábær í leikkerfi Liverpool en er hægt að fylla hans skarð? Já," segir Murphy.

„Luis Suarez fór og fólk hélt að enginn kæmi í hans stað. Svo ertu með Mane, Salah og Firmino núna. Ian Rush fór og John Aldridge kom inn og skoraði mörk. Það eru breytingar í fótbolta."

„Ef Liverpool myndi missa Firmino og fá Mbappe yrði þá sóknarlínan ógnvænlegri? Ég svara því játandi. Firmino er magnaður fótboltamaður en liðið yrði betra með Mbappe."
Athugasemdir
banner
banner